top of page
Search

Stendur hótelið þitt uppúr?

Writer: Nína AuðardóttirNína Auðardóttir

hotel image of hotel room


Í hinu hraða landslagi nútíma ferðalaga, eru væntingar ferðalangans gríðarlegar, ekki aðeins fyrirfram ákveðnar væntingar um ákveðna upplifun heldur líka væntingar um samræmi milli auglýsinga og raunveruleika sem hver gististaður eða áfangastaður býður uppá. Þetta byggist a því að geta sett upp eins heillandi og nákvæma mynd af hótelinu þínu sem sýnir uppá hvað það hefur að bjóða og þá sérstaklega hvað það hefur umfram aðra gististaði því samkeppnin er gríðarleg. 


Þegar ferðamenn hefjast handa við að finna gististað fyrir komandi ferðalag er margt sem hefur áhrif á ákvörðunartökuna og þess vegna er mikilvægt að þær upplýsingar sem birtast ferðamanninum endurspegli það sem gististaðurinn hefur í raun og veru upp á að bjóða á þeim tímapunkti sem ferðamaðurinn er að skoða að bóka.

Til þess að það sé möguleiki þurfa allar upplýsingar að koma fram um hvað sé á staðnum í hverju herbergi, myndirnar þurfa að vera uppfærðar og nýlegar, sér í lagi ef einhverjar endurbætur hafa átt sér stað á gististaðnum. Því meiri vinna sem lögð er í að hafa þessa hluti rétta og uppfærða því meiri líkur eru að gestir bóki og einnig skrifi góða umsögn og hvetji aðra til þess að bóka. 


Það getur verið tímafrekt ferli að uppfæra allar þessar upplýsingar á sölusíðum hótela, því að meðaltali eru hótel og gististaðir að selja gistingu á 5-6 sölusíðum (OTA: online travel agencies). Einmitt vegna þess getur skipt sköpum að hafa gott utanumhald og stað þar sem öllu þessu er stýrt frá sama stað og í leiðinni samræmir útlit og upplýsingar á öllum helstu sölurásum hótelsins, en til þess er svo kallað CMS kerfi eða content management system.


Með því að halda sölurásunum uppfærðum og í samræmi aukast líkurnar á bókunum til muna. Ferðamaðurinn getur þannig verið viss um að það sem hann sér er það sem hann fær. Ósamræmi milli sölusíðna getur dregið úr þessum trúverðugleika til muna og gesturinn þar af leiðandi veit ekki hvað það er sem hann mun fá ef hann bókar tiltekna gistingu. 

Það sem við mælum með að hafa í huga er: 


Myndir: Nýjar myndir geta gert kraftaverk. Uppfærðu myndirnar á tveggja ára fresti til þess að halda efninu eins raunverulegu og mögulegt er. 

Lýsing og upplýsingar: Gakktu úr skugga um að lýsing á eigninni, herbergjum og helstu þægindum séu til staðar. 


Umsagnir: Hvenær var síðast farið yfir umsagnir og svarað. Mikilvægt að fylgjast með og hlusta á hvað gestir hafa að segja. 


Samræmi: Eru sömu upplýsingar og myndir sýndar á öllum sölurásum. 


Ert þú að segja sömu sögu á öllum vettvöngum þar sem hótelið birtist?

 
 
 

Comments


Síður

Heim
Um okkur
Verð
Hafðu samband
Algengar spurningar

Tölvupóstur

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram
  • alt.text.label.LinkedIn

©2024 höfundarréttur Keeps - Keeps ehf. Allur réttur áskilinn

Notendaskilmálar

Persónuverndarstefna

og

bottom of page