
Í þeirri hörðu samkeppni um ferðamenn þar sem hver gististaður reynir sitt besta við að vera sýnilegur og fanga athygli ferðamanna er nýtt efnisstjórnunarkerfi sem gerir verkefnið mun einfaldara og fljótlegra fyrir hótelrekendur en áður.
Lengi hefur verið flókið og tímafrekt fyrir hótelrekendur að halda öllu sínu efni uppfærðu. Verðum og framboði er stjórnað á einum og sama stað og var það ákveðin bylting að þurfa ekki að uppfæra hverja síðu fyrir sig og lenda í mögulegum tvíbókunum eða öðru slíku. En hvað með myndirnar og textalýsingar? Þær sátu eftir og þar til nú hafa hótelrekendur ennþá þurft að skrá sig inn á hverja sölusíðuna fyrir sig og uppfæra allar upplýsingar og myndir.
Keeps hefur þróað hugbúnað sem einfaldar þetta ferli sem bæði sparar tíma og fyrirhöfn en ekki síður, getur aukið söluna til muna þar sem líkurnar á sölu aukast jú ef myndir og upplýsingar eru réttar og nýlegar.
Fyrir utan það að nú er hægt að uppfæra allt efnið á einum og sama staðnum þá leysir Keeps annað vandamál sem er geymsla mynda. Nú er ekki lengur þörf á að niðurhala myndum annarsstaðar frá og muna hvar þær eru geymdar, í hvaða tölvu eða í hvaða síma hjá mismunandi starfsfólki. Keeps heldur utanum þær og geymir.
Keeps heldur utanum og geymir allar þínar myndir. Þú stýrir í hvaða röð þær birtast, á hvaða sölurásum þær birtas og á hvaða timabili þær eru sýnilegar.
Einfaldari uppfærslur á myndum og texta
Samræmi milli sölurása
Hröð efnisdreifing
Geymsla og utanumhald
Notendavænt viðmót
Betri upplifun gesta frá byrjun
Taktu stökkið inn í framtíðna
Comments